Erfitt fjárhagsár en horfur góðar

Afkoma félagsins fyrir árið 2013 eru vonbrigði en 570 milljóna króna tap var af rekstri félagsins.

Framleiðni félagsins hefur aukist og rekstrarhorfur eru jákvæðar.

Tekjur samstæðunnar 2013 voru 5 milljarðar króna en voru 7,6 milljarðar árið áður. Mikill samdráttur var í tekjum innanlands og drógust þær saman um 34% frá árinu áður, en fjárfestingar á Íslandi 2013 voru í sögulegu lágmarki miðað við VLF. Eigið fé félagsins í árslok er 1 milljarður króna og eiginfjárhlutfall var 26%.

Innanlands var lítið af nýframkvæmdum á árinu 2013 og erlendis héldum við áfram fjárfestingum okkar. Árið einkenndist af hagræðingaraðgerðum sem fólust m.a. í fækkun starfsfólks og styrkingu á innri ferlum félagsins. Áhrifa þessara aðgerða mun þó ekki gæta að fullu fyrr en á fyrsta ársfjórðungi 2014.

EBITDA / Tekjur

Eigið fé / Eiginfjárhlutfall

Fjárfest til framtíðar

Félagið hélt áfram fjárfestingum í þróunarverkefnum á árinu, m.a. í Ungverjalandi og Noregi. Við höfum fulla trú á að þessar fjárfestingar skili okkur arðbærum verkefnum á árinu 2014. Við sáum batamerki á rekstrinum strax á fjórða ársfjórðungi 2013 og hagnaður er af rekstri félagsins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, sem er í samræmi við áætlanir. Áform nýrrar ríkisstjórnar um að bæta skatta- og rekstrarumhverfi fyrirtækja vekja von um að slíkar aðgerðir muni örva atvinnulífið þó að þróunin sé hægari en vonir stóðu til. Það skiptir einnig miklu máli að hér verði sett gagnsætt skattkerfi og regluverk um fjárfestingar innanlands, óháð því hvort um er að ræða innlent eða erlent fjármagn.

Stöðugildi

„Við notuðum árið 2013 til að aðlaga og styrkja grunnstoðirnar til að auka framleiðni félagsins til lengra tíma litið.  Við munum halda áfram sókn okkar á erlenda markaði og þar sjáum við helst vöxt í orkugeiranum.“

Sigurhjörtur Sigfússon

Fjármálastjóri

Lykiltölur 2013

Niðurstöður rekstrarreiknings (þús. kr.)

Rekstur:

2013

2012

2011

Rekstrartekjur

4.984.165

7.570.391

8.757.456

Rekstrargjöld án afskrifta

(5.460.977)

(7.538.609)

(7.546.060)

(Tap) hagnaður f. afskriftir

(476.812)

31.782

1.211.396

Afskriftir

(113.680)

(122.777)

(122.141)

(Rekstrartap) -hagnaður

(590.492)

(90.995)

1.089.256

Fjármunatekjur og (-gjöld)

(152.711)

20.894

74.769

Áhrif hlutdeildarfélaga

(1.876)

(498)

0

Tekjuskattur

70.127

(34.149)

(238.299)

Hlutdeild minnihluta

100.572

111.119

(174.566)

(Tap) hagnaður ársins

(574.380)

6.371

751.160

Niðurstöður rekstrarreiknings (þús. kr.)

Efnahagur:

2013

2012

2011

Fastafjármunir

2.293.317

2.424.298

2.304.297

Veltufjármunir

1.537.372

1.899.461

3.198.792

Eignir samtals

3.830.689

4.323.759

5.503.089

Eigið fé

1.007.733

1.736.076

2.229.700

Langtímaskuldir

629.909

936.347

1.297.742

Skammtímaskuldir

2.193.047

1.651.336

1.975.647

Eigið fé og skuldir samtals

3.830.689

4.323.759

5.503.089

Helstu kennitölur:

2013

2012

2011

Veltufé frá rekstri

(552.790)

30.491

1.087.491

Veltufjárhlutfall

0,70

1,15

1,62

Eiginfjárhlutfall

26,3%

40,2%

40,5%

Arðsemi eigin fjár

(41,9% )

0,3%

37,5%

Eins og áður segir var reksturinn á árinu 2013 okkur vonbrigði en við höfum lagað okkur vandlega að rekstrarumhverfinu og framundan eru spennandi en jafnframt krefjandi tímar.