Þekking sem á erindi við umheiminn

Mannvit er nútímalegur þekkingarvinnustaður sem ávallt leitar leiða til að rækta hæfileika og getu starfsmanna. Árið 2013 gafst ágætt svigrúm til að efla fræðslumál og þjálfun innanhúss auk þess sem þekking starfsmanna var kortlögð.

Sú vinna mun án efa nýtast vel í náinni framtíð þegar land tekur að rísa í fjárfestingum. Starfsmenn Mannvits hafa líka mikla og víðtæka sérþekkingu sem á fullt erindi við umheiminn, eins og komið hefur í ljós á árinu við markaðssókn erlendis.

Verkefni starfsmannasviðs Mannvits á árinu 2013 einkenndust af hagræðingu í rekstri félagsins. Þó að fækkað hafi í starfsmannahópnum í aðgerðum sem eru erfiðar fyrir hvern vinnustað sköpuðust engu að síður tækifæri til að sækja fram á ýmsum sviðum. Þau tækifæri snéru einkum að innra starfi félagsins og verkefnaþróun.

„Það eru margar áskoranir í erlendri markaðssókn en fjölgun verkefna erlendis gefur t.d. starfsfólki tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn, bæði faglega og persónulega.“

Drífa Sigurðardóttir

Starfsmannastjóri

Eftirminnileg hátíðahöld

Mannvit hélt upp á stórafmæli á árinu 2013 en afmælisveislan stóð nánast allt árið og fólst í fjölmörgum atburðum. Hápunktarnir voru afmælisveisla 7. mars þegar 50 ár voru liðin frá stofnun Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns (VGK) og svo glæsileg hátíðarveisla í Hörpu 5. október þar sem sjálfir Hljómar renndu í gegnum nokkur lög og höfðu engu gleymt.

SVIPMYNDIR FRÁ AFMÆLISÁRINU

Verkefnin skipta öllu

Fjölgun verkefna í Noregi, Asíu og Afríku hefur haft jákvæð áhrif á starfsmenn og haft í för með sér fjölbreyttar áskoranir. Því miður hefur konum ekki fjölgað í starfsmannahópnum á síðustu árum í sama mæli og við hefðum viljað. Því er stefnt að því að Mannvit leggi sitt að mörkum til að auka hlut kvenna í verk- og tæknifræði með samstarfi við menntastofnanir og félagasamtök. Það framlag ætti að koma atvinnulífinu og samfélaginu öllu til góða þegar fram líða stundir.

ALDUR

Kynslóðaskipti eiga sér stað hjá Mannviti.

KYNJAHLUTFALL

Mannvit vinnur að því að fjölga konum hjá félaginu.

MENNTUN

Lögð er áhersla á fjölbreyttan bakgrunn starfsfólks.

STARFSALDUR Í GREIN

Góð blanda af reynslu og nýrri þekkingu

Markmiðinu náð

Eitt af markmiðum félagsins er að yfir 40% starfsmanna nýti samgöngustyrk.

2011

2013

2012