STJÓRNARFORMAÐUR

FORSTJÓRI

LYKILTÖLUR

MANNAUÐUR

STARFSEMIN

VERKEFNI

Valin verkefni ársins 2013

Hótel og íbúðir við

hlið Hörpu

Mannvit kemur að undirbúningi  fyrir framkvæmdir á lóðinni við hlið Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss. Stefnt er að því að framkvæmdir við nýtt hótel sem þar mun rísa, og íbúðarhúsnæði á nærliggjandi lóð, hefjist á árinu 2014 og ljúki 2017. Heildarfjárfesting verkefnisins er áætluð um 14 milljarðar króna en í heild verða rúmlega 250 herbergi í hótelinu auk 90 íbúða og verslana í þeim fimm byggingum sem verða reistar næst hótelinu. „Hér erum við að feta okkur inn á nýja braut sem verkfræði- og tæknifyrirtæki með því að halda utan um allt verkefnið frá upphafi til enda, þ.e. tilboðsgerð, fjármögnun, samningagerð við hótelrekanda, hönnun, útboð, innkaup, byggingastjórnun, eftirlit og afhendingu mannvirkis“, segir Tryggvi Jónsson, framkvæmdastjóri mannvirkja.

 

Miðað við upphaflegar hugmyndir um uppbyggingu á svæðinu hefur umfang hótelbyggingarinnar verið minnkað, úr 450 herbergjum í 250, en ráðgert rými fyrir íbúðir og verslanir hefur að sama skapi verið aukið. Hótelið verður fimm stjörnu hótel með tengingu við Hörpu vegna gistingar fyrir ráðstefnugesti.

 

Verkefnið er í eigu Mannvits, T-Ark og Auro Investment Partners LLC. Mannvit mun sjá um verkefnastjórnun og heildarumsjón verkefnisins. Áætlanagerð og frumhönnun er nú þegar hafin. Reiknað er með því að framkvæmdin skapi ríflega 200 ný störf og að á milli 100 og 150 starfsmenn vinni á hótelinu sjálfu þegar það er komið í rekstur.

„Það hefur verið krefjandi og skemmtilegt að koma að hönnun og byggingu fyrsta lúxushótelsins á Íslandi sem býr til nýjan gæðaflokk í hótelgistingu en vöntun hefur verið á honum hérlendis. Íbúðirnar og hótelið ásamt fyrirhuguðu torgi og göngugötu skapa tengingu milli Hörpu og miðborgarinnar og spila stórt hlutverk í endurnýjun hafnarsvæðisins.“

Gunnar Páll Stefánsson

Verkefnisstjóri