STJÓRNARFORMAÐUR

FORSTJÓRI

LYKILTÖLUR

MANNAUÐUR

STARFSEMIN

VERKEFNI

Valin verkefni ársins 2013

Nye Bø skólinn í Noregi

Mannvit sá um forhönnun og gerð útboðsgagna fyrir Nye Bø barnaskólann í sveitarfélaginu Hå kommune í Suður-Noregi. Hå kommune er rétt sunnan við Stavanger á vesturstönd Noregs. Þarna er nú að rísa um 8.000 fm skólabygging sem gert er ráð fyrir að tekin verði í notkun 2016. Mannvit sá um forhönnun á öllum fagsviðum verkfræðihönnunar, m.a. hönnun á burðarvirki, lögnum, loftræstingu, rafkerfi, hljóðvist, brunakerfi og veitum. Hluti af verkefni Mannvits var útgáfa alútboðsgagna fyrir framkvæmdir verktaka við skólabygginguna og útgáfa útboðsgagna fyrir jarðvinnu og bílastæði. Verkefnið er unnið í samstarfi við arkitektana Ola Roald AS Arkitektur fyrir Hå kommune.

„Það er nokkuð algengt vinnulag við byggingarverkefni í Noregi að bjóða forhönnun út sérstaklega. Forhönnunin getur þá endað í gerð alútboðsgagna og verktakinn ræður til sín hönnuði til að sjá um deilihönnunina. Við erum vanari því hér heima að allir hönnunarfasar séu á einni hendi en Mannvit aðlagast þessu eins og öðru.“

Pálína Gísladóttir

Verkefnisstjóri